Mannöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2018 05:34 Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar