Ekki fleiri landsleikir hjá Messi á þessu ári en hvað svo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 10:00 Einn af síðustu landsleikjum Lionel Messi var möguleika á móti Íslandi. Vísir/Getty Lionel Messi hefur látið argentínska landsliðsþjálfarann vita af því að hann ætli ekki að taka þátt í næstu leikjum landsliðsins. Argentínska þjóðin gæti því verið að missa sinn besta leikmann úr landsliðinu en tólf ára barátta Lionel Messi fyrir að verða heimsmeistari lauk væntanlega á HM í Rússlandi í sumar. Er Lionel Messi hættur í argentínska landsliðinu? Svo gæti verið en þessi frábæri leikmaður hefur ekki gefið neitt slíkt út. Argentínska blaðið Clarin segir frá því að Messi ætli ekki að spila æfingaleiki við Kólumbíu og Gvatemala sem fara fram í Bandaríkjum í haust. Það er ljóst en einnig er mikil óvissa með þáttöku Messi í Suðurameríkukeppninni sem fer fram næsta sumar. Lionel Scaloni er tekinn við argentínska landsliðinu tímabundið og Messi lét hann vita af ákvörðun sinni. Javier Mascherano og Lucas Biglia tilkynntu báðir að þeir væru hættir eftir tapið á móti Frakklandi í sextán liða úrslitum HM en Messi gaf ekkert út. Síðast þegar hann hætti í landsliðinu eftir sárt tap á stórmóti þá varð allt vitlaust og kannski ætlar hann að fara öðruvísi að þessu núna. Lionel Messi hefur ekki náð að vinna HM en honum hefur heldur ekki tekist að vinna Suðurameríkukeppnina á þrettán ára ferli sínum með landsliðinu. Eina titilinn vann hann með yngra liði Argentínu á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Hannes Þór Halldórsson ver hér vítiaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.Vísir/GettyLionel Messi umrkringdur íslenskum varnarmönnum.Vísir/getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Lionel Messi hefur látið argentínska landsliðsþjálfarann vita af því að hann ætli ekki að taka þátt í næstu leikjum landsliðsins. Argentínska þjóðin gæti því verið að missa sinn besta leikmann úr landsliðinu en tólf ára barátta Lionel Messi fyrir að verða heimsmeistari lauk væntanlega á HM í Rússlandi í sumar. Er Lionel Messi hættur í argentínska landsliðinu? Svo gæti verið en þessi frábæri leikmaður hefur ekki gefið neitt slíkt út. Argentínska blaðið Clarin segir frá því að Messi ætli ekki að spila æfingaleiki við Kólumbíu og Gvatemala sem fara fram í Bandaríkjum í haust. Það er ljóst en einnig er mikil óvissa með þáttöku Messi í Suðurameríkukeppninni sem fer fram næsta sumar. Lionel Scaloni er tekinn við argentínska landsliðinu tímabundið og Messi lét hann vita af ákvörðun sinni. Javier Mascherano og Lucas Biglia tilkynntu báðir að þeir væru hættir eftir tapið á móti Frakklandi í sextán liða úrslitum HM en Messi gaf ekkert út. Síðast þegar hann hætti í landsliðinu eftir sárt tap á stórmóti þá varð allt vitlaust og kannski ætlar hann að fara öðruvísi að þessu núna. Lionel Messi hefur ekki náð að vinna HM en honum hefur heldur ekki tekist að vinna Suðurameríkukeppnina á þrettán ára ferli sínum með landsliðinu. Eina titilinn vann hann með yngra liði Argentínu á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Hannes Þór Halldórsson ver hér vítiaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.Vísir/GettyLionel Messi umrkringdur íslenskum varnarmönnum.Vísir/getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn