Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 2-0 │Stjarnan í bikarúrslit Stefán Árni Pálsson á Samsungvelli skrifar 15. ágúst 2018 21:00 vísir/bára Stjarnan vann frábæran sigur á FH í undanúrslitum Mjólkubikars karla í kvöld en leikurinn fór 2-0 og fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. 1472 áhorfendur mættu á leikinn og var mikil stemning allan tímann. Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson gerðu mörk Stjörnunnar í kvöld en heimamenn voru betri aðilinn í leiknum og eru heldur betur líklegir að fara alla leið í úrslitaleiknum þann 15. september.Af hverju vann Stjarnan? Þeir voru heilt yfir sterkari í leiknum og nýttu sín færi vel. Varnarleikur liðsins var mjög góður og Haraldur Björnsson var virkilega flottur í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn eru greinilega heitari um þessar mundir og sjálfstraustið meira. Það hafði mikil áhrif á leik liðsins og að sama skapi eru FH-ingar í dimmum dal og það sást einnig.Hverjir stóðu upp úr? Haraldur Björnsson var gríðarlega traustur í markinu hjá heimamönnum og gaf gott fordæmi fyrir vörn Stjörnunnar. Guðjón Baldvinsson barðist gjörsamlega eins og ljón allan tímann og voru varnarmenn FH í vandræðum með hann. Síðan var Eyjólfur Héðinsson frábær á miðjunni hjá Stjörnunni. FH-ingar voru ekki beint lélegir í kvöld en það virðist vanta töluvert upp á hjá liðinu og enginn einn leikmaður stóð upp úr.Hvað gekk illa? FH verður að gera eitthvað mikið í hvernig þeir nálgast föst leikatriði andstæðinganna, því það sem þeir eru að gera í dag er alls ekki nægilega gott. Einbeitingarleysi virðist þjaka liðið í þessari stöðu. Svo verður liðið að skapa sér mun fleiri færi en nýta í það minnsta færin sem þau fá.Hvað gerist næst? Það sem tekur við hjá FH er bara að reyna allt hvað liðið getur til að koma sér í baráttuna um Evrópusætið. Stjarnan er á leiðinni í bikarúrslit og á liðið enn möguleika á titlunum stóru. Rúnar: Allt er þegar þrennt er„Þetta var bara hrikalega flott hjá drengjunum og frábær frammistaða hjá þeim í einu og öllu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á FH í kvöld. „Öflugur varnarleikur og góður sóknarleikur var lykillinn af okkar sigri í kvöld. Það gekk bara allt upp hjá okkur í dag.“ Rúnar segist hafa séð að FH-ingar myndu spila með þriggja manna vörn fyrir leikinn í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar að mæta þriggja manna vörn og við vissum nákvæmlega hvernig við myndum spila og lokuðum vel á þá,“ segir Rúnar en Stjarnan hefur í tvígang komist í bikarúrslit og aldrei unnið. „Það er allt er þegar þrennt er og klárum þennan titil loksins núna.“ Ólafur: Eistun skreppa bara upp í maga „Ég var að spyrja af hverju það sé flaggað á okkur þegar Jákup kemst einn í gegn í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld en hann ræddi lengi við dómara leiksins eftir leikslok og var ekki sáttur. „Þarna er komin upp staða þar sem Jákup er ekki í refsiverðri rangstöðu. Aðstoðardómarinn lyftir upp flagginu og Pétur [Guðmundsson, dómari leiksins] hoppar á það. Svo er bara segja menn við mig eftir leik að þeir haldi að þetta hafi verið rangstæða. Þetta er bara gjörsamlega óþolandi að lenda í svona aftur og aftur, að fá svona dómgæslu á móti sér. Hann dæmdi leikinn svosem ágætlega fyrir utan þetta.“ Óli segir að FH liðið hafi bara ekki efni á því að fá svona hluti á móti sér. „Auðvitað er pirringur í mér núna út af því að við vinnum ekki leikinn,“ segir Ólafur sem vill ekki meina að dómgæslan sé léleg á Íslandi heilt yfir. FH fékk enn eitt markið á sig úr föstu leikatriði í kvöld. „Eistun skreppa bara upp í maga þegar við fáum á okkur fast leikatriði. Þegar það kemur bolti inn í teig, þá verðum við að ráðast á hann og koma honum út úr teignum. Svo einfalt er það. Það er bara helvítis brekka og skafl fyrir framan okkur og við verðum að fara gera eitthvað.“ Íslenski boltinn
Stjarnan vann frábæran sigur á FH í undanúrslitum Mjólkubikars karla í kvöld en leikurinn fór 2-0 og fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. 1472 áhorfendur mættu á leikinn og var mikil stemning allan tímann. Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson gerðu mörk Stjörnunnar í kvöld en heimamenn voru betri aðilinn í leiknum og eru heldur betur líklegir að fara alla leið í úrslitaleiknum þann 15. september.Af hverju vann Stjarnan? Þeir voru heilt yfir sterkari í leiknum og nýttu sín færi vel. Varnarleikur liðsins var mjög góður og Haraldur Björnsson var virkilega flottur í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn eru greinilega heitari um þessar mundir og sjálfstraustið meira. Það hafði mikil áhrif á leik liðsins og að sama skapi eru FH-ingar í dimmum dal og það sást einnig.Hverjir stóðu upp úr? Haraldur Björnsson var gríðarlega traustur í markinu hjá heimamönnum og gaf gott fordæmi fyrir vörn Stjörnunnar. Guðjón Baldvinsson barðist gjörsamlega eins og ljón allan tímann og voru varnarmenn FH í vandræðum með hann. Síðan var Eyjólfur Héðinsson frábær á miðjunni hjá Stjörnunni. FH-ingar voru ekki beint lélegir í kvöld en það virðist vanta töluvert upp á hjá liðinu og enginn einn leikmaður stóð upp úr.Hvað gekk illa? FH verður að gera eitthvað mikið í hvernig þeir nálgast föst leikatriði andstæðinganna, því það sem þeir eru að gera í dag er alls ekki nægilega gott. Einbeitingarleysi virðist þjaka liðið í þessari stöðu. Svo verður liðið að skapa sér mun fleiri færi en nýta í það minnsta færin sem þau fá.Hvað gerist næst? Það sem tekur við hjá FH er bara að reyna allt hvað liðið getur til að koma sér í baráttuna um Evrópusætið. Stjarnan er á leiðinni í bikarúrslit og á liðið enn möguleika á titlunum stóru. Rúnar: Allt er þegar þrennt er„Þetta var bara hrikalega flott hjá drengjunum og frábær frammistaða hjá þeim í einu og öllu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á FH í kvöld. „Öflugur varnarleikur og góður sóknarleikur var lykillinn af okkar sigri í kvöld. Það gekk bara allt upp hjá okkur í dag.“ Rúnar segist hafa séð að FH-ingar myndu spila með þriggja manna vörn fyrir leikinn í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar að mæta þriggja manna vörn og við vissum nákvæmlega hvernig við myndum spila og lokuðum vel á þá,“ segir Rúnar en Stjarnan hefur í tvígang komist í bikarúrslit og aldrei unnið. „Það er allt er þegar þrennt er og klárum þennan titil loksins núna.“ Ólafur: Eistun skreppa bara upp í maga „Ég var að spyrja af hverju það sé flaggað á okkur þegar Jákup kemst einn í gegn í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld en hann ræddi lengi við dómara leiksins eftir leikslok og var ekki sáttur. „Þarna er komin upp staða þar sem Jákup er ekki í refsiverðri rangstöðu. Aðstoðardómarinn lyftir upp flagginu og Pétur [Guðmundsson, dómari leiksins] hoppar á það. Svo er bara segja menn við mig eftir leik að þeir haldi að þetta hafi verið rangstæða. Þetta er bara gjörsamlega óþolandi að lenda í svona aftur og aftur, að fá svona dómgæslu á móti sér. Hann dæmdi leikinn svosem ágætlega fyrir utan þetta.“ Óli segir að FH liðið hafi bara ekki efni á því að fá svona hluti á móti sér. „Auðvitað er pirringur í mér núna út af því að við vinnum ekki leikinn,“ segir Ólafur sem vill ekki meina að dómgæslan sé léleg á Íslandi heilt yfir. FH fékk enn eitt markið á sig úr föstu leikatriði í kvöld. „Eistun skreppa bara upp í maga þegar við fáum á okkur fast leikatriði. Þegar það kemur bolti inn í teig, þá verðum við að ráðast á hann og koma honum út úr teignum. Svo einfalt er það. Það er bara helvítis brekka og skafl fyrir framan okkur og við verðum að fara gera eitthvað.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti