Vill að atvinnulífið brúi bilið á milli langþreyttra foreldra og skólasetninga í miðri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 14:45 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Mynd/Kennarasamband Íslands Formaður Félags grunnskólakennara segir mikilvægt að atvinnulífið komi til móts við vinnandi foreldra sem þurfa að ráðstafa börnum sínum síðustu dagana fyrir skólasetningar. Hún leggur til að kveðið verði á um slík frí í kjarasamningum. Stærstu sveitarfélögin segja skólasetningar í miðri viku skrifast á lögbundinn fjölda skóladaga, kjarasamninga kennara og skólana sjálfa.Færsla Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um skólasetningar grunnskóla landsins vakti mikla athygli í gær. Í færslunni sagði Þorbjörg að sér væri fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar væru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börn.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta.Vísir/ValliSvörin í atvinnulífinu en ekki í skólastarfinu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir umræðuna koma upp á hverju einasta ári, að hausti og svo aftur á vorin. Hún segir að togstreituna megi að miklu leyti rekja til breytinga á vinnumarkaði, og þá helst til aukinnar atvinnuþátttöku beggja foreldra. Hún gagnrýnir jafnframt að kennarar séu gerðir ábyrgir fyrir millibilsástandinu sem skapast síðustu dagana fyrir skólasetningar- og slit. „Ég myndi þá leggja til að þetta væri eitt af því sem horft yrði til í kjarasamningum fram undan, að foreldrar hefðu sveigjanlegri tíma til að geta sinnt börnum sínum á þessum tímabilum þegar er verið að fara úr einu skólastigi yfir í annað, sem dæmi. Að haga því þannig að sumarfrí sem foreldri vinnur sér inn sé ekki það eina sem er í boði fyrir vinnandi fólk með börn á þessum aldri,“ segir Þorgerður. „Ég held að svörin séu í atvinnulífinu. Svörin liggja ekki í skólastarfinu sem slíku vegna þess að skólarnir vinna undir lögbundnum skyldum um 180 skóladaga. Það hefur einnig sýnt sig að skóladagafjöldi íslenskra barna er á pari við önnur lönd sem við berum okkur saman við.“ Af hverju eru skólasetningar í miðri viku? Vísir sendi fyrirspurnir á þrjú sveitarfélög vegna gagnrýni Þorbjargar í gær. Voru sveitarfélögin innt eftir því af hverju starf í grunnskólum hefjist í miðri viku en ekki í upphafi viku.ReykjavíkÍ svari Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélags landsins, kemur fram að skóladagar á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní ár hvert skuli vera 180 talsins, líkt og kveðið er á um í kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Í flestum tilvikum sé ekki hægt að kalla kennara til starfa fyrr en í kringum 15. ágúst og þá taki við fimm starfsdagar áður en kennsla hefst, jafnan í kringum 22. ágúst. „Skólasetningin 22. ágúst hefur því fallið á flesta virka daga vikunnar á undanförnum árum í grunnskólum borgarinnar,“ segir jafnframt í svari Reykjavíkurborgar. Þá er einnig bent á að grunnskólar Reykjavíkur hafi faglegt sjálfstæði og ákveði sjálfir tímasetningu fyrir skólasetningar og mætingar bekkjardeilda eða árganga fyrsta skóladaginn.Oftast er ekki hægt að kalla kennara til starfa fyrr en í kringum 15. ágúst ár hvert. Þá kveða kjarasamningar á um ákveðinn fjölda starfsdaga áður en kennsla hefst.Vísir/Anton brinkKópavogurÍ svari frá Kópavogsbæ segir að grunnskólar í sveitarfélaginu hefji göngu sína fimmtudaginn 23. ágúst, degi síðar en skólar í Reykjavík. „Grunnskólar hafa frelsi til að velja hversu margir starfsdagar eru fyrir skólasetningu og hversu margir eftir skólaslit. Það verða því færri dagar í júní að loknum skólaslitum.“AkureyriÁ Akureyri ákveður fræðsluráð Akureyrarkaupstaðar að öllu jöfnu í mars ár hver hvenær grunnskólar hefjast að hausti, að fenginni tillögu skólastjórnenda. Þá er einnig vísað í kjarasamning grunnskólakennara og þannig miðað við að ekki megi kalla kennarana til starfa eftir sumarleyfi fyrr en 15. ágúst. Með tilliti til þess verður skóli settur á Akureyri þriðjudaginn 21. ágúst. „Ekki hefur borist ósk frá fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskólanna um ákveðinn dag sem upphafsdag skólaársins en í skólaráðunum er vettvangur fyrir skoðanaskipti og tillögur að breytingum á skóladagatali næsta árs þegar það er í vinnslu. Það sem hentar einum þetta árið þarf ekki að henta þeim sama það næsta né öðrum foreldrum. Engin haldbær rök liggja fyrir um á hvaða vikudegi best er fyrir börnin eða foreldra þeirra að hefja skólagöngu á haustin,“ segir enn fremur í svari Akureyrarbæjar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir mikilvægt að atvinnulífið komi til móts við vinnandi foreldra sem þurfa að ráðstafa börnum sínum síðustu dagana fyrir skólasetningar. Hún leggur til að kveðið verði á um slík frí í kjarasamningum. Stærstu sveitarfélögin segja skólasetningar í miðri viku skrifast á lögbundinn fjölda skóladaga, kjarasamninga kennara og skólana sjálfa.Færsla Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um skólasetningar grunnskóla landsins vakti mikla athygli í gær. Í færslunni sagði Þorbjörg að sér væri fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar væru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börn.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur eðlilegra að skólahald hefjist á mánudegi og skólasetning sé að morgni dags, klukkan átta.Vísir/ValliSvörin í atvinnulífinu en ekki í skólastarfinu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir umræðuna koma upp á hverju einasta ári, að hausti og svo aftur á vorin. Hún segir að togstreituna megi að miklu leyti rekja til breytinga á vinnumarkaði, og þá helst til aukinnar atvinnuþátttöku beggja foreldra. Hún gagnrýnir jafnframt að kennarar séu gerðir ábyrgir fyrir millibilsástandinu sem skapast síðustu dagana fyrir skólasetningar- og slit. „Ég myndi þá leggja til að þetta væri eitt af því sem horft yrði til í kjarasamningum fram undan, að foreldrar hefðu sveigjanlegri tíma til að geta sinnt börnum sínum á þessum tímabilum þegar er verið að fara úr einu skólastigi yfir í annað, sem dæmi. Að haga því þannig að sumarfrí sem foreldri vinnur sér inn sé ekki það eina sem er í boði fyrir vinnandi fólk með börn á þessum aldri,“ segir Þorgerður. „Ég held að svörin séu í atvinnulífinu. Svörin liggja ekki í skólastarfinu sem slíku vegna þess að skólarnir vinna undir lögbundnum skyldum um 180 skóladaga. Það hefur einnig sýnt sig að skóladagafjöldi íslenskra barna er á pari við önnur lönd sem við berum okkur saman við.“ Af hverju eru skólasetningar í miðri viku? Vísir sendi fyrirspurnir á þrjú sveitarfélög vegna gagnrýni Þorbjargar í gær. Voru sveitarfélögin innt eftir því af hverju starf í grunnskólum hefjist í miðri viku en ekki í upphafi viku.ReykjavíkÍ svari Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélags landsins, kemur fram að skóladagar á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní ár hvert skuli vera 180 talsins, líkt og kveðið er á um í kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Í flestum tilvikum sé ekki hægt að kalla kennara til starfa fyrr en í kringum 15. ágúst og þá taki við fimm starfsdagar áður en kennsla hefst, jafnan í kringum 22. ágúst. „Skólasetningin 22. ágúst hefur því fallið á flesta virka daga vikunnar á undanförnum árum í grunnskólum borgarinnar,“ segir jafnframt í svari Reykjavíkurborgar. Þá er einnig bent á að grunnskólar Reykjavíkur hafi faglegt sjálfstæði og ákveði sjálfir tímasetningu fyrir skólasetningar og mætingar bekkjardeilda eða árganga fyrsta skóladaginn.Oftast er ekki hægt að kalla kennara til starfa fyrr en í kringum 15. ágúst ár hvert. Þá kveða kjarasamningar á um ákveðinn fjölda starfsdaga áður en kennsla hefst.Vísir/Anton brinkKópavogurÍ svari frá Kópavogsbæ segir að grunnskólar í sveitarfélaginu hefji göngu sína fimmtudaginn 23. ágúst, degi síðar en skólar í Reykjavík. „Grunnskólar hafa frelsi til að velja hversu margir starfsdagar eru fyrir skólasetningu og hversu margir eftir skólaslit. Það verða því færri dagar í júní að loknum skólaslitum.“AkureyriÁ Akureyri ákveður fræðsluráð Akureyrarkaupstaðar að öllu jöfnu í mars ár hver hvenær grunnskólar hefjast að hausti, að fenginni tillögu skólastjórnenda. Þá er einnig vísað í kjarasamning grunnskólakennara og þannig miðað við að ekki megi kalla kennarana til starfa eftir sumarleyfi fyrr en 15. ágúst. Með tilliti til þess verður skóli settur á Akureyri þriðjudaginn 21. ágúst. „Ekki hefur borist ósk frá fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskólanna um ákveðinn dag sem upphafsdag skólaársins en í skólaráðunum er vettvangur fyrir skoðanaskipti og tillögur að breytingum á skóladagatali næsta árs þegar það er í vinnslu. Það sem hentar einum þetta árið þarf ekki að henta þeim sama það næsta né öðrum foreldrum. Engin haldbær rök liggja fyrir um á hvaða vikudegi best er fyrir börnin eða foreldra þeirra að hefja skólagöngu á haustin,“ segir enn fremur í svari Akureyrarbæjar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20