Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og íþróttamaður ársins 2017, spilaði vel á fyrri níu holunum á Indy Women mótaröðinni.
Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni en á síðasta ári keppti Ólafía á þessu sama móti. Þá hafnaði hún í fjórða sæti og virðist hún kunna vel við sig á þessu móti.
Eftir fyrri níu holurnar er Ólafía á einu höggi undir pari. Hún byrjaði á þremur pörum áður en það fylgdu tveir fuglar í kjölfarið.
Á sjöttu og sjöundu fékk hún svo pör en á áttundu holu kom skalli áður en níunda holan var par. Hún er því, eins og áður segir, á höggi undir pari eftir fyrri níu.
Vísir greinir að sjálfsögðu frá því hvernig Ólafíu mun vegna á síðari níu í kvöld.
Ólafía Þórunn í góðum málum eftir fyrri níu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



