Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2018 11:00 Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? Fréttablaðið/Eyþór Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira