„Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:30 Freyr Alexandersson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið undanfarin ár Vísir/Getty Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka. Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Sjá meira
Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka.
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Sjá meira