Maribor, sem sló FH út úr forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, gætu verið í vandræðum eftir hegðun stuðningsmanna liðsins í gær.
Stuðningsmenn slóvenska liðsins voru með læti í stúkunni gegn Rangers í gær. Það var kveikt á flugeldum á Ljudski-lekvanginum og hlutum hent í átt að vellinum.
Jonathan Lardot, dómari leiksins, þurfti að stoppa tímann um stund er stuðningsmenn Maribor hentu öllu lauslátu í átt að markverði Rangers, Allan McGregor.
Gæslan var ekki upp á marga fiska því lætin voru einnig mikil fyrir utan völlinn. Fimm Skotar voru handteknir og fimm aðrir en Rangers verður ekki sektað.

