Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 20:26 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó „Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00