Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 20:26 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó „Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn