Óli Kristjáns: Þurfum að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki Magnús Ellert Bjarnason skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Ólafur á hliðarlínuni í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn