Flugræningi framseldur til Egyptalands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 21:23 Seif al-Din Mustafa hefur nú verið framseldur frá Kýpur til heimalands síns, Egyptalands. Vísir/AP Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað. Seif al-Din Mustafa er nafn mannsins, en honum er gefið að sök að hafa rænt flugvél egypska flugfélagsins EgyptAir og látið snúa henni af leið sinni í innanlandsflugi innan Egyptalands og lenda henni þess í stað í Larnaca á Kýpur. Mustafa ku hafa notast við falsað sprengjuvesti til þess að ná yfirráðum yfir flugvélinni. Engan sakaði í flugráninu, en um borð í vélinni voru 56 farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Egypsk yfirvöld hafa síðastliðin tvö ár sóst eftir því að fá Mustafa framseldan til heimalandsins á grundvelli framsalssamnings sem gerður var á milli landanna árið 1996, en fram til þessa hafði Mustafa komist hjá því að vera framseldur á grundvelli þess að óvíst væri hvort hann fengi réttláta málsmeðferð í heimalandi sínu. Nú hefur þó orðið breyting á þessu eftir að hæstiréttur Kýpur hafnaði á síðasta ári beiðni Mustafa um að verða ekki framseldur til Egyptalands og lenti hann á flugvellinum í Cairo í gær, í fylgd vopnaðra öryggisvarða. Egyptaland Erlent Kýpur Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað. Seif al-Din Mustafa er nafn mannsins, en honum er gefið að sök að hafa rænt flugvél egypska flugfélagsins EgyptAir og látið snúa henni af leið sinni í innanlandsflugi innan Egyptalands og lenda henni þess í stað í Larnaca á Kýpur. Mustafa ku hafa notast við falsað sprengjuvesti til þess að ná yfirráðum yfir flugvélinni. Engan sakaði í flugráninu, en um borð í vélinni voru 56 farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Egypsk yfirvöld hafa síðastliðin tvö ár sóst eftir því að fá Mustafa framseldan til heimalandsins á grundvelli framsalssamnings sem gerður var á milli landanna árið 1996, en fram til þessa hafði Mustafa komist hjá því að vera framseldur á grundvelli þess að óvíst væri hvort hann fengi réttláta málsmeðferð í heimalandi sínu. Nú hefur þó orðið breyting á þessu eftir að hæstiréttur Kýpur hafnaði á síðasta ári beiðni Mustafa um að verða ekki framseldur til Egyptalands og lenti hann á flugvellinum í Cairo í gær, í fylgd vopnaðra öryggisvarða.
Egyptaland Erlent Kýpur Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33
Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39
Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07