Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja, Sara og Annie Mist taka hér á því á fyrsta stigi undankeppninnar í Reykjavík í vor. Fréttablaðið/eyþór Heimsleikarnir, stærsta keppni ársins í CrossFit-heiminum, hefjast í Madison, litlum bæ í Bandaríkjunum, í dag. Alls sendir Ísland fimm keppendur til leiks í ár, þar af fjóra af fjörutíu keppendum í kvennaflokki eða tíu prósent keppenda. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið keppnina tvisvar, besti árangur Söru Sigmundsdóttur er þriðja sætið en Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingskeppni. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson eini íslenski þátttakandinn. Hann er að keppa á leikunum í fimmta sinn og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið árið 2015 . Öll eru þau með augastað á því sama, verðlaununum sem hraustasti aðili heims. Þeirri nafnbót fylgja þrjú hundruð þúsund dollarar eða rétt rúmlega þrjátíu milljónir íslenskra króna.Mun stærra en fólk heldur Þuríður Erla Helgadóttir komst ekki í gegnum undankeppnina í Evrópu í ár en hún hefur alls keppt sex sinnum á leikunum sjálfum. Fjórum sinnum í einstaklingskeppni og tvisvar í liðakeppninni. Hún segir að umfang leikanna hafi aukist töluvert frá því að hún keppti fyrst árið 2012. „Ég held að margir á Íslandi geri sér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta er, þetta er mun stærra en flestir halda þó að það sé erfitt að setja það í samhengi við aðrar íþróttir. Það voru tólf þúsund manns á staðnum á undankeppninni minni í Evrópu í fyrra sem var bara ein af níu undankeppnum úti um allan heim svo að þetta er nokkuð stórt. Það er heilmikið búið að breytast á þessum sex árum,“ sagði Þuríður sem tók því fagnandi að búið væri að færa leikana yfir til Madison. „Aðstæðurnar eru flottari í Madison, borgin virðist vera meira skuldbundin að taka við öllu umstanginu sem fylgir heimsleikunum og fólkið er mjög hrifið af að fá okkur. Auðvitað var alltaf smá stemming í Los Angeles þar sem leikarnir fóru alltaf fram en það átti það til að verða of heitt. Þar gat komið fjörutíu stiga hiti þar sem maður var að kafna.“ Róðraræfingin hljómar viðbjóðslega Keppni hefst í dag með hjólreiðum en alls eru fjórar æfingar á fyrsta degi þar sem reynt er á úthald og styrk. Það endar svo á einni erfiðustu æfingu sem hefur sést á leikunum þegar keppendur eiga að róa heilt maraþon í róðravél. Hafa þau fjóra tíma til að róa 42,2 kílómetra. „Þetta hljómar bara mjög illa og verður örugglega viðbjóður,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Það eru alltaf æfingar á heimsleikunum sem þú hugsar einfaldlega: Guð minn góður, þetta er viðbjóður. Þannig eru heimsleikarnir mun meira krefjandi en undankeppnirnar. Þar fá forráðamennirnir tækifæri til að gera mun erfiðari og lengri æfingar. Auðvitað hefði verið frábært að takast á við þetta en þetta er vissulega viðbjóður,“ sagði hún létt og bætti við: „Ég tók tíu kílómetra í róðrarvélinni um daginn og það var ógeðslegt. Þetta er alveg hræðilegt sem fjórða æfingin á fyrsta deginum. Keppendur munu finna fyrir þessu.“ Þuríður sagðist ætla að fylgjast vandlega með leikunum að heiman og styðja við bakið á íslensku stelpunum. „Þetta eru ótrúlega margar æfingar og margir dagar þannig að það er erfitt að spá um úrslitin. Þegar keppnin er í gangi þarf maður að eiga bestu daga lífs síns og vinna á styrkleikum sínum og þá kemur maður sér í tækifæri. Ef þú endar ofarlega í nokkrum æfingum þá fleytir það manni langt. Ég held ekki með einni umfram aðrar en þær eiga allar möguleika á að berjast þarna á toppnum og ég styð bara Ísland á leikunum,“ sagði Þuríður. kristinnpall@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Segir þau hafa gert mikil mistök með því að ná Katrínu Tönju heilli á heimsleikana Í ár hefur hún æft eins stíft og hún þolir á hverjum degi og segist vera sífellt með verki en elskar það. 31. júlí 2018 10:45 Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00 Þuríður Erla um íslensku stelpurnar: „Þær geta allar unnið“ Þuríður Erla Helgadóttir hefur farið sex sinnum á heimsleikana í Crossfit en komst ekki inn í ár. Hún hefur trú á íslensku stelpunum sem eru meðal keppenda en þær eru fjórar talsins. 31. júlí 2018 19:45 Meira en þrjátíu milljónir í boði fyrir þann sem vinnur heimsleikana í ár Verðlaunaféð hækkar á milli ára á heimsleikunum í crossfit og keppendur fá bæði væna summu fyrir að vinna leikana sem og ágætis pening fyrir að vinna hverja grein í keppninni. 31. júlí 2018 12:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sjá meira
Heimsleikarnir, stærsta keppni ársins í CrossFit-heiminum, hefjast í Madison, litlum bæ í Bandaríkjunum, í dag. Alls sendir Ísland fimm keppendur til leiks í ár, þar af fjóra af fjörutíu keppendum í kvennaflokki eða tíu prósent keppenda. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið keppnina tvisvar, besti árangur Söru Sigmundsdóttur er þriðja sætið en Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingskeppni. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson eini íslenski þátttakandinn. Hann er að keppa á leikunum í fimmta sinn og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið árið 2015 . Öll eru þau með augastað á því sama, verðlaununum sem hraustasti aðili heims. Þeirri nafnbót fylgja þrjú hundruð þúsund dollarar eða rétt rúmlega þrjátíu milljónir íslenskra króna.Mun stærra en fólk heldur Þuríður Erla Helgadóttir komst ekki í gegnum undankeppnina í Evrópu í ár en hún hefur alls keppt sex sinnum á leikunum sjálfum. Fjórum sinnum í einstaklingskeppni og tvisvar í liðakeppninni. Hún segir að umfang leikanna hafi aukist töluvert frá því að hún keppti fyrst árið 2012. „Ég held að margir á Íslandi geri sér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta er, þetta er mun stærra en flestir halda þó að það sé erfitt að setja það í samhengi við aðrar íþróttir. Það voru tólf þúsund manns á staðnum á undankeppninni minni í Evrópu í fyrra sem var bara ein af níu undankeppnum úti um allan heim svo að þetta er nokkuð stórt. Það er heilmikið búið að breytast á þessum sex árum,“ sagði Þuríður sem tók því fagnandi að búið væri að færa leikana yfir til Madison. „Aðstæðurnar eru flottari í Madison, borgin virðist vera meira skuldbundin að taka við öllu umstanginu sem fylgir heimsleikunum og fólkið er mjög hrifið af að fá okkur. Auðvitað var alltaf smá stemming í Los Angeles þar sem leikarnir fóru alltaf fram en það átti það til að verða of heitt. Þar gat komið fjörutíu stiga hiti þar sem maður var að kafna.“ Róðraræfingin hljómar viðbjóðslega Keppni hefst í dag með hjólreiðum en alls eru fjórar æfingar á fyrsta degi þar sem reynt er á úthald og styrk. Það endar svo á einni erfiðustu æfingu sem hefur sést á leikunum þegar keppendur eiga að róa heilt maraþon í róðravél. Hafa þau fjóra tíma til að róa 42,2 kílómetra. „Þetta hljómar bara mjög illa og verður örugglega viðbjóður,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Það eru alltaf æfingar á heimsleikunum sem þú hugsar einfaldlega: Guð minn góður, þetta er viðbjóður. Þannig eru heimsleikarnir mun meira krefjandi en undankeppnirnar. Þar fá forráðamennirnir tækifæri til að gera mun erfiðari og lengri æfingar. Auðvitað hefði verið frábært að takast á við þetta en þetta er vissulega viðbjóður,“ sagði hún létt og bætti við: „Ég tók tíu kílómetra í róðrarvélinni um daginn og það var ógeðslegt. Þetta er alveg hræðilegt sem fjórða æfingin á fyrsta deginum. Keppendur munu finna fyrir þessu.“ Þuríður sagðist ætla að fylgjast vandlega með leikunum að heiman og styðja við bakið á íslensku stelpunum. „Þetta eru ótrúlega margar æfingar og margir dagar þannig að það er erfitt að spá um úrslitin. Þegar keppnin er í gangi þarf maður að eiga bestu daga lífs síns og vinna á styrkleikum sínum og þá kemur maður sér í tækifæri. Ef þú endar ofarlega í nokkrum æfingum þá fleytir það manni langt. Ég held ekki með einni umfram aðrar en þær eiga allar möguleika á að berjast þarna á toppnum og ég styð bara Ísland á leikunum,“ sagði Þuríður. kristinnpall@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Segir þau hafa gert mikil mistök með því að ná Katrínu Tönju heilli á heimsleikana Í ár hefur hún æft eins stíft og hún þolir á hverjum degi og segist vera sífellt með verki en elskar það. 31. júlí 2018 10:45 Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00 Þuríður Erla um íslensku stelpurnar: „Þær geta allar unnið“ Þuríður Erla Helgadóttir hefur farið sex sinnum á heimsleikana í Crossfit en komst ekki inn í ár. Hún hefur trú á íslensku stelpunum sem eru meðal keppenda en þær eru fjórar talsins. 31. júlí 2018 19:45 Meira en þrjátíu milljónir í boði fyrir þann sem vinnur heimsleikana í ár Verðlaunaféð hækkar á milli ára á heimsleikunum í crossfit og keppendur fá bæði væna summu fyrir að vinna leikana sem og ágætis pening fyrir að vinna hverja grein í keppninni. 31. júlí 2018 12:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sjá meira
Segir þau hafa gert mikil mistök með því að ná Katrínu Tönju heilli á heimsleikana Í ár hefur hún æft eins stíft og hún þolir á hverjum degi og segist vera sífellt með verki en elskar það. 31. júlí 2018 10:45
Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00
Þuríður Erla um íslensku stelpurnar: „Þær geta allar unnið“ Þuríður Erla Helgadóttir hefur farið sex sinnum á heimsleikana í Crossfit en komst ekki inn í ár. Hún hefur trú á íslensku stelpunum sem eru meðal keppenda en þær eru fjórar talsins. 31. júlí 2018 19:45
Meira en þrjátíu milljónir í boði fyrir þann sem vinnur heimsleikana í ár Verðlaunaféð hækkar á milli ára á heimsleikunum í crossfit og keppendur fá bæði væna summu fyrir að vinna leikana sem og ágætis pening fyrir að vinna hverja grein í keppninni. 31. júlí 2018 12:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti