Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, sinnir kennslu í skólanum í breyttri mynd þar til börnum á skólaaldri fjölgar á ný. Vísir/Stefán Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent