Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:28 Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Mynd/Aðsend Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49