Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.
Íslensku stelpurnar byrjuðu mjög vel en Ísland átti tvær meðal sex efstu, þrjár meðal ellefu efstu og þá voru allar fjórar íslensku stelpurnar í 21. sæti eða ofar.
Fyrsta greinin í ár var götuhjólakeppni en í fyrsta sinn á heimsleikunum var keppt á götuhjólum en ekki á fjallahjólum eins og áður.
Katrín Tanja var meðal fremstu kvenna allan tímann og um tíma í forystunni. Hún missti hinsvegar tvær framúr sér í lokin.
Norðmaðurinn Kristin Holte vann greinina og Ungverjinn Laura Horvath varð önnur.
Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði einnig mjög vel og náði sjötta sætinu í þessari fyrstu grein leikanna. Oddrún Eik Gylfadóttir náði síðan 11. sæti í sinni fyrstu grein á heimsleikum.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var um tíma í forystu en hélt ekki út og datt aftur um 20 sæti á síðustu tveimur hringunum. Sara endaði því í 21. sæti.
Meistarinn frá því i fyrra, Tia-Clair Toomey, varð í fimmta sæti eða einu sæti á undan Anníe Mist.
Þetta er fyrsta greinin af fjórum í dag en auk þessa að keppa í tveimur klassískum CrossFit greinum þá mun dagurinn enda á maraþonróðri.
Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn



Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Körfubolti



Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Fótbolti

„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn