Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 18:39 Þrátlát hitabylgja hefur þjakað Breta og fleiri þjóðir á norðurhveli jarðar í sumar. Vaxandi öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37