Anníe Mist þurfti aðstoð eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun. CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun.
CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00
Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01
Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11
Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30
Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00
Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45
Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00
Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52