Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15