Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 22:29 Sigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira