Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki áfram úr undanrásum í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Glasgow þessa dagana.
Eygló varð sjötta í mark á 0:29,93 sem skilaði henni í 37.sæti en sextán efstu komust áfram í undanúrslit.
Hún hefur þó ekki lokið keppni á Evrópumótinu því Eygló er á meðal keppenda í 100 metra baksundi. Keppni þar hefst á mánudaginn.
Eygló varð sjötta í mark á 0:29,93 sem skilaði henni í 37.sæti en sextán efstu komust áfram í undanúrslit.
Hún hefur þó ekki lokið keppni á Evrópumótinu því Eygló er á meðal keppenda í 100 metra baksundi. Keppni þar hefst á mánudaginn.