Lítil flugvél brotlenti í skógi í nágrenni Hergiswilbæjar í Sviss í dag. Svissnesk fjögurra manna fjölskylda, par og tvö börn, létust í slysinu.
Flugvélin var á leið frá Sviss til Frakklands og brotlenti einungis 20 mínútum eftir flugtak í skógi stutt frá flugvellinum.
Ekki er ljóst hversu margir farþegar voru í vélinni eða hvers vegna flugvélin brotlenti en svissnesk yfirvöld rannsaka nú málið.
Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi
Bergþór Másson skrifar
