Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu afar vel í næst síðustu þraut heimsleikana í Crossfit sem fara fram í Madison,
Næst síðasta grein dagsins var handstöðuþrautabraut. Fyrstu þurftu keppendur að sippa 50 sinnum tvöfalt og svo ganga á höndum í gegnum erfiða þrautabraut.
Björgvin Karl var í fimleikum og var talið að sá grunnur myndi hjálpa honum. Það gerði hann svo sannarleag og endaði Björgvin Karl þriðji í sínum undanriðli og sjöundi í heildina.
Björgvin Karl er aftur kominn í fimmta sætið. Hann er rúmum tuttugu stigum frá fjórða sætinu og rúmum 50 stigum frá þriðja sætinu svo það er allt opið fyrir lokagreinina.
Katrín Tanja Davíðsdóttir var í fjórða sætinu fyrir næst síðustu greinina og gerði rétt eins og Björgvin afar vel. Hún kláraði önnur í sínum undanriðli, tólfta í öllum riðlinum og er nú í þriðja sæti í heildina er ein grein er eftir.
Katrín er með 932 stig, Laura Horvath í öðru sætinu með 990 stig og Tia-Clair Toomey á toppnum með 1060. Katrín er sex stigum á undan fjórða sætinu og því er spennan mikil.
Annie Mist Þórisdóttir kláraði tólfta í heildina í handstöðuþrautabrautinni og þegar ein gein er eftir er hún með 814 stig í fimmta sæti. Hún er rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu í þriðja sætinu.
Oddrún Eik Gylfadóttir er í 25. sætinu fyrir síðustu greinina en hún náði ekki að klára næst síðustu greinina á tilsettum tíma.
Síðasta greinin fer fram síðar í kvöld og þá kemur í ljós hver verður hraustari karl og kona heims. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála.
Katrín upp í þriðja sætið og Björgvin í fimmta fyrir lokagreinina

Tengdar fréttir

Ragnheiður Sara þurfti að hætta vegna meiðsla: „Brákað eða marið rifbein vegna álags“
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á heimsleikunum í Crossfit vegna meiðsla. Heimsleikarnir fara fram í tólfta skipti en grátlegt fyrir Söru.

Í beinni: Íslendingar keppa á heimsleikunum í CrossFit - Dagur 4
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld.

Annie barðist við hjartsláttartruflanir í gær
Annie Mist Þórisdóttir er í fjórða sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikunum í Crossfit en dagurinn í gær var henni erfiður.

Katrín og Annie halda sínum sætum en Björgvin niður um eitt
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir halda þriðja og fjórða sætinu eftir fyrstu grein dagsins á heimsleikunum en Björgvin Karl Guðmundsson féll niður um eitt sæti.

Katrín Tanja í fjórða sæti en Anníe og Björgvin Karl í fimmta
Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslensku keppendanna á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í tólfta skipti. Keppt er í Madison í Bandaríkjunum.