Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu afar vel í næst síðustu þraut heimsleikana í Crossfit sem fara fram í Madison,
Næst síðasta grein dagsins var handstöðuþrautabraut. Fyrstu þurftu keppendur að sippa 50 sinnum tvöfalt og svo ganga á höndum í gegnum erfiða þrautabraut.
Björgvin Karl var í fimleikum og var talið að sá grunnur myndi hjálpa honum. Það gerði hann svo sannarleag og endaði Björgvin Karl þriðji í sínum undanriðli og sjöundi í heildina.
Björgvin Karl er aftur kominn í fimmta sætið. Hann er rúmum tuttugu stigum frá fjórða sætinu og rúmum 50 stigum frá þriðja sætinu svo það er allt opið fyrir lokagreinina.
Katrín Tanja Davíðsdóttir var í fjórða sætinu fyrir næst síðustu greinina og gerði rétt eins og Björgvin afar vel. Hún kláraði önnur í sínum undanriðli, tólfta í öllum riðlinum og er nú í þriðja sæti í heildina er ein grein er eftir.
Katrín er með 932 stig, Laura Horvath í öðru sætinu með 990 stig og Tia-Clair Toomey á toppnum með 1060. Katrín er sex stigum á undan fjórða sætinu og því er spennan mikil.
Annie Mist Þórisdóttir kláraði tólfta í heildina í handstöðuþrautabrautinni og þegar ein gein er eftir er hún með 814 stig í fimmta sæti. Hún er rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu í þriðja sætinu.
Oddrún Eik Gylfadóttir er í 25. sætinu fyrir síðustu greinina en hún náði ekki að klára næst síðustu greinina á tilsettum tíma.
Síðasta greinin fer fram síðar í kvöld og þá kemur í ljós hver verður hraustari karl og kona heims. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála.

