Musk íhugar að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 20:30 Elon Musk. Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira