Stefnir í að ég verði í toppformi í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira