Stefnir í að ég verði í toppformi í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira