Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Magnús Ellert Bjarnason frá Kópavogsvelli skrifar 7. ágúst 2018 21:45 Óskar var ósáttur í leikslok. vísir/bára Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti