Enski boltinn

Man.City kaupir yngsta leikmanninn á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Arzani lék 3 leiki með Áströlum á HM í Rússlandi í sumar.
Daniel Arzani lék 3 leiki með Áströlum á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty
Englandsmeistarar Manchester City hafa byrjað lokadag félagsskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni með því að kaupa 19 ára strák frá Ástralíu.

Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC.

Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.







Arzani hefur spilað fimm landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim eitt mark sem kom í vináttulandsleik á móti Ungverjalandi rétt fyrir HM.

Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú.

Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi.

Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum.

Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili.





Arzani var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og fékk einnig Harry Kewell verðlaunin sem besti leikmaður Ástala 23 ára og yngri.

Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×