Rútan var á leiðinni í gegnum Dahyan-markaðinn í Saada-héraði sem uppreisnarmenn úr röðum Houthi-manna stjórna. Heilbrigðisráðuneytið á svæði uppreisnarmanna segir að 43 að minnsta kosti hafi fallið í árásinni.
Bandalagsherinn sem Sádí-Arabía fer fyrir og styður ríkisstjórn Jemens segir að árásin hafi verið lögmæt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún hafi verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. Bandamennirnir hafa fullyrt að þeir beini ekki spjótum sínum að óbreyttum borgurum en mannréttindasamtök hafa sakað þá um að varpa sprengjum á markaði, skóla, sjúkrahús og íbúðahverfi síðustu þrjú árin.
Tveir af hverjum þremur af þeim tæplega tíu þúsund manns sem hafa fallið frá því að Houthi-menn sölsuðu undir sig stóran hluta norðurhluta Jemens hafa verið óbreyttir borgarar.
Sádí-Arabía hóf afskipti af átökunum í Jemen árið 2015.
New figures from the ICRC-supported hospital in Sa'ada, #Yemen. Our medical team has received:
— ICRC (@ICRC) August 9, 2018
- the bodies of 29 children, all under 15 years old.
- 48 injured people, among them 30 children.