Öðruvísi að spila fyrir eintóma hausa Benedikt Bóas skrifar 30. júlí 2018 06:00 Daði Freyr bar á sig sólarvörn áður en hann spilaði. Hann segir ótrúlegan mun á sólinni í Kambódíu og þeirri íslensku. Jarðböðin voru vel sótt á meðan tónleikarnir stóðu og skemmtu gestir sér konunglega. Heiða Halldórsdóttir „Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
„Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira