Öðruvísi að spila fyrir eintóma hausa Benedikt Bóas skrifar 30. júlí 2018 06:00 Daði Freyr bar á sig sólarvörn áður en hann spilaði. Hann segir ótrúlegan mun á sólinni í Kambódíu og þeirri íslensku. Jarðböðin voru vel sótt á meðan tónleikarnir stóðu og skemmtu gestir sér konunglega. Heiða Halldórsdóttir „Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið