52 ár í dag síðan að fótboltinn „kom síðast heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 17:15 Bobby Moore og félagar fagna heimsmeistaratitlinum fyrr 52 árum. Vísir/Getty Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira