Nýjasta dóttirin á heimsleikunum í crossfit er Oddrún Eik Gylfadóttir. Hún er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en tók þátt í liðakeppnini fyrir tveimur árum.
Oddrún Eik er 29 ára gömul og hefur markaðssett sig undir gælunafninu „Dottir in the Desert“ en hún hefur keppt undir merkjum CrossFit Nordvest frá Kaupmannahöfn.
Í dag starfar hún sem sjúkraþjálfari og einkaþjálfari í miðausturlöndum (Sameinuðu arabísku furstadæmunum) og þaðan kemur því gælunafnið hennar. Það er hægt að fræðast aðeins meira um hana með því að smella hér.
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með Oddrúnu Eik eða Eik eins og hún er oftast kölluð. Það er ljóst að hér er skemmtileg týpa á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með á heimsleikunum í ár.
Registration for my first Individual Games I’m happy and proud to have made it, but this doesn’t end here - Time to get some work done this week and put my fitness to the test..... let’s go exercise fast and have some fun :) #thegingerninja #tinyhumanproject #crossfitgames #crossfit
A post shared by Eik Gylfadóttir (@eikgylfadottir) on Jul 29, 2018 at 12:48pm PDT
Oddrún Eik varð í þriðja sæti í undankeppninni í byrjun júní og tryggði sér þar með sæti á heimsleikkunum. Hún komst þar á fram með tveimur bandarískum stelpum og einni syelpu frá Nýja-Sjálandi.
Congratulations to the women qualifying for the CrossFit Games out of the @CFGMeridian
1. Jamie Greene
2. Lauren Fisher
3. Oddrun Eik Gylfadottir
4. Stephanie Chung pic.twitter.com/qrzhTlK9kG
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) June 3, 2018
Það mun því reyna vel á Oddrúnu Eik Gylfadóttur á hennar fyrsta degi á heimsleikunum.