Katrín Tanja nældi í brons á heimsleikunum Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 22:30 Mögnuð. Vísir/skjáskot Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira