Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 08:00 Vigdís, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Marta Guðjónsdóttir eru í minnihluta borgarstjórnar. Fréttablaðið/ernir Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22