Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júlí 2018 20:40 Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“ Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira