Helgi Sig: Þótt Óli sé góður er hann enginn Messías Jón Ágúst Eyþórsson skrifar 22. júlí 2018 20:48 Helgi Sig var pirraður í leikslok. vísir/andri marinó Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira