Býst við að halda sætinu í liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2018 16:30 Leikmenn Norrköping fagna innilega einu af þremur deildarmörkum Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar. vísir/Getty Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári. Norðurlönd Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári.
Norðurlönd Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira