Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2018 08:00 Saga Þingvalla geymir marga óhugnanlega atburði. Vísir/Vilhelm „Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira