Davíð styrkti Sævar um „væna“ fjárhæð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2018 11:15 Davíð segir Sævar oft hafa bankað upp á hjá sér á Lynghaga á kvöldin. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30