Mun meiri spenna í karlaflokki Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2018 10:00 Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili vann sinn annan Íslandsmeistaratitil á heimavelli í fyrra. GSÍMyndir/Sigurður elvar Golf Íslandsmótið í golfi hefst í Vestmannaeyjum klukkan 07.30 í dag þegar Bjarni Þór Lúðvíksson úr GR slær fyrsta höggið af fyrsta teig. Bjarni er yngsti keppandi mótsins í karlaflokki og fagnar fjórtán ára afmæli sínu á öðrum degi móts. Er þetta í fjórða sinn sem mótið fer fram í Vestmannaeyjum, viku áður en Þjóðhátíð hefst en tíu ár eru liðin síðan mótið fór síðast fram á vellinum. Alls eru 130 kylfingar skráðir til leiks, þar af 31 í kvennaflokki en aðeins einu sinni áður í 51 árs sögu Íslandsmóts kvenna í höggleik hafa fleiri konur tekið þátt. Vallarmetið í Vestmannaeyjum hefur staðið í sextán ár en það setti Helgi Dan Steinsson úr Golfklúbbnum Leyni árið 2002 er hann kom í hús á 63 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Hjá konunum á Sunna Víðisdóttir, GR, vallarmetið en það setti hún árið 2012 þegar hún kom í hús á 67 höggum, þremur undir pari.Gríðarleg samkeppni karlamegin Fyrir utan sjöfalda meistarann Birgi Leif Hafþórsson verða allir bestu karlkylfingar landsins mættir til leiks. Verða þar á meðal atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, sem er ríkjandi meistari, og Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu fyrir viku, fyrstur íslenskra karlkylfinga. Háðu þeir Axel og Haraldur eftirminnilega baráttu um titilinn á síðasta ári á heimavelli Axels í Golfklúbbi Keilis. Vann þá Haraldur upp fimm högga forskot Axels á tveimur síðustu holunum en Axel hafði betur í þriggja holu bráðabana. Var það annar Íslandsmeistaratitill Axels en Haraldur hefur unnið einn Íslandsmeistaratitil árið 2012 á Hellu. Alls eru sex fyrrverandi Íslandsmeistarar skráðir til leiks í karlaflokki, þar á meðal Ólafur Björn Loftsson úr GKG sem vann mótið árið 2009 og Kristján Þór Einarsson, GM, sem vann fyrir tíu árum þegar mótið fór síðast fram í Vestmannaeyjum. Þá eru Sigurður Pétursson, GR sem varð Íslandsmeistari þrisvar og sexfaldi meistarinn Björgvin Þorsteinsson úr GA meðal keppenda. Er þetta 55. Íslandsmót Björgvins í röð en fyrsta mótið hans var einmitt Íslandsmót unglinga í Vestmannaeyjum 1964 þegar leikið var á níu holu velli. Var Björgvin lengi vel sigursælasti karlkylfingurinn ásamt Úlfari Jónssyni áður en Birgir Leifur hreppti sjöunda titil sinn árið 2016.Tvær stærstu stjörnurnar fjarverandi Í kvennaflokki er reynslan heldur minni, aðeins tvær konur eru skráðar til leiks sem hafa orðið Íslandsmeistarar. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil sinn árið 2005 og Þórdís Geirsdóttir sem varð meistari árið 1987. Síðustu ár hafa atvinnukylfingarnir tveir, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verið afar sigursælar en þær hafa báðar unnið þrisvar. Valdís vann sinn þriðja titil í fyrra eftir baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur en Valdís og Ólafía eru báðar að keppa á Opna skoska meistaramótinu í Evrópumótaröðinni um helgina og gátu því ekki gefið kost á sér. Ætti það að gefa Guðrúnu Brá, eina atvinnukylfingnum sem tekur þátt í kvennaflokki, gott tækifæri til að gera atlögu að sínum fyrsta titli og feta með því í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem vann á sínum tíma fjóra Íslandsmeistaratitla. Guðrún ætti að kannast vel við völlinn, rúmt ár er síðan hún varð Íslandsmeistari í holukeppni í Vestmannaeyjum. Þá verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku Perlu Sólar Sigurbrandsdóttur og Lóu Distu Jóhannsson en þær eru báðar fæddar árið 2006. Perla Sól er yngsti keppandi mótsins, aðeins ellefu ára gömul, en hún varð nýlega Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Þarf að markaðssetja mig betur Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var ánægður með að fá að dýfa tánni í laugina með hákörlunum. Hann hefði hins vegar viljað gera betur þar. 26. júlí 2018 09:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Sjá meira
Golf Íslandsmótið í golfi hefst í Vestmannaeyjum klukkan 07.30 í dag þegar Bjarni Þór Lúðvíksson úr GR slær fyrsta höggið af fyrsta teig. Bjarni er yngsti keppandi mótsins í karlaflokki og fagnar fjórtán ára afmæli sínu á öðrum degi móts. Er þetta í fjórða sinn sem mótið fer fram í Vestmannaeyjum, viku áður en Þjóðhátíð hefst en tíu ár eru liðin síðan mótið fór síðast fram á vellinum. Alls eru 130 kylfingar skráðir til leiks, þar af 31 í kvennaflokki en aðeins einu sinni áður í 51 árs sögu Íslandsmóts kvenna í höggleik hafa fleiri konur tekið þátt. Vallarmetið í Vestmannaeyjum hefur staðið í sextán ár en það setti Helgi Dan Steinsson úr Golfklúbbnum Leyni árið 2002 er hann kom í hús á 63 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Hjá konunum á Sunna Víðisdóttir, GR, vallarmetið en það setti hún árið 2012 þegar hún kom í hús á 67 höggum, þremur undir pari.Gríðarleg samkeppni karlamegin Fyrir utan sjöfalda meistarann Birgi Leif Hafþórsson verða allir bestu karlkylfingar landsins mættir til leiks. Verða þar á meðal atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, sem er ríkjandi meistari, og Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu fyrir viku, fyrstur íslenskra karlkylfinga. Háðu þeir Axel og Haraldur eftirminnilega baráttu um titilinn á síðasta ári á heimavelli Axels í Golfklúbbi Keilis. Vann þá Haraldur upp fimm högga forskot Axels á tveimur síðustu holunum en Axel hafði betur í þriggja holu bráðabana. Var það annar Íslandsmeistaratitill Axels en Haraldur hefur unnið einn Íslandsmeistaratitil árið 2012 á Hellu. Alls eru sex fyrrverandi Íslandsmeistarar skráðir til leiks í karlaflokki, þar á meðal Ólafur Björn Loftsson úr GKG sem vann mótið árið 2009 og Kristján Þór Einarsson, GM, sem vann fyrir tíu árum þegar mótið fór síðast fram í Vestmannaeyjum. Þá eru Sigurður Pétursson, GR sem varð Íslandsmeistari þrisvar og sexfaldi meistarinn Björgvin Þorsteinsson úr GA meðal keppenda. Er þetta 55. Íslandsmót Björgvins í röð en fyrsta mótið hans var einmitt Íslandsmót unglinga í Vestmannaeyjum 1964 þegar leikið var á níu holu velli. Var Björgvin lengi vel sigursælasti karlkylfingurinn ásamt Úlfari Jónssyni áður en Birgir Leifur hreppti sjöunda titil sinn árið 2016.Tvær stærstu stjörnurnar fjarverandi Í kvennaflokki er reynslan heldur minni, aðeins tvær konur eru skráðar til leiks sem hafa orðið Íslandsmeistarar. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil sinn árið 2005 og Þórdís Geirsdóttir sem varð meistari árið 1987. Síðustu ár hafa atvinnukylfingarnir tveir, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verið afar sigursælar en þær hafa báðar unnið þrisvar. Valdís vann sinn þriðja titil í fyrra eftir baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur en Valdís og Ólafía eru báðar að keppa á Opna skoska meistaramótinu í Evrópumótaröðinni um helgina og gátu því ekki gefið kost á sér. Ætti það að gefa Guðrúnu Brá, eina atvinnukylfingnum sem tekur þátt í kvennaflokki, gott tækifæri til að gera atlögu að sínum fyrsta titli og feta með því í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem vann á sínum tíma fjóra Íslandsmeistaratitla. Guðrún ætti að kannast vel við völlinn, rúmt ár er síðan hún varð Íslandsmeistari í holukeppni í Vestmannaeyjum. Þá verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku Perlu Sólar Sigurbrandsdóttur og Lóu Distu Jóhannsson en þær eru báðar fæddar árið 2006. Perla Sól er yngsti keppandi mótsins, aðeins ellefu ára gömul, en hún varð nýlega Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri.
Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Þarf að markaðssetja mig betur Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var ánægður með að fá að dýfa tánni í laugina með hákörlunum. Hann hefði hins vegar viljað gera betur þar. 26. júlí 2018 09:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Sjá meira
Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30
Þarf að markaðssetja mig betur Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var ánægður með að fá að dýfa tánni í laugina með hákörlunum. Hann hefði hins vegar viljað gera betur þar. 26. júlí 2018 09:00