Íslenskum fjárhundi bjargað eftir 12 mánuði í búri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2018 08:29 Eigendur Quincy höfðu byggt utan um hann búr þar sem hann hafði hírst nánast alla sína ævi. Aðsend „Hann er ótrúlega elskulegur, hlýðinn og frábær með öðrum hundum. Hann er í raun algjör demantur.“ Svona er íslenska fjárhundinum Quincy lýst sem bjargað var úr búri í kanadísku borginni Surrey á dögunum. Eigendur Quincy, sem er sextán mánaða gamall, höfðu læst hann inni í heimagerðu búri þar sem hundurinn hafði hírst undanfarið ár - án nokkurrar hreyfingar. Það var ekki fyrr en nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan gelti hundsins sem aðstæður hans komu í ljós. Það féll svo í skaut dýraverndunarsamtakanna Lower Mainland Humane Society að taka hundinn í fóstur, þar sem Quincy dvelur nú í góðu yfirlæti. Í samtali við Vísi segir starfsmaður samtakana að Quincy spjari sig nokkuð vel þrátt fyrir fyrrnefnda prísund. „Þetta er frábær hundur, eigendurnir áttu hann ekki skilið,“ segir starfsmaðurinn Yuana. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að eigendur hundsins hafi ekki viljað hafa hann innandyra og því ákveðið að geyma hann í búrinu - þrátt fyrir að garður þeirra sé girtur af.Þar að auki hafi það verið hlutverk 12 ára dóttur þeirra að fara út að ganga með hundinn. Stúlkan hafi þó áttað sig fljótt á því að Quincy væri of kraftmikill fyrir hana og því hafi hún að endingu hætt að viðra hundinn. Þá tók við 12 mánaða einangrun í búrinu, þangað sem eigendurnir komu aðeins til að gefa hundinum að borða. Í myndbandinu hér að ofan, sem Yuana tók þegar hún sótti Quincy, má enda sjá hvað hundurinn er spenntur að fá einhvern félagsskap. „Hann var svo leiður og einmana,“ segir Yuana. Hún leitar nú að nýjum eigendum fyrir hundinn sem eru tilbúnir til að fara út að ganga með hann reglulega - „og lofa því að loka hann aldrei aftur í búri.“ Hann hafi lítil samskipti haft við önnur dýr og menn og því þurfi að þjálfa hann vel. Þrátt fyrir það segir Yuana að hundurinn sé gæðablóð; einfaldur í umgengni, blíður og gæfur. Hér að neðan má sjá myndbönd af því þegar Quincy hitti aðra hunda sem dýraverndunarsamtökin hafa bjargað á síðustu vikum. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
„Hann er ótrúlega elskulegur, hlýðinn og frábær með öðrum hundum. Hann er í raun algjör demantur.“ Svona er íslenska fjárhundinum Quincy lýst sem bjargað var úr búri í kanadísku borginni Surrey á dögunum. Eigendur Quincy, sem er sextán mánaða gamall, höfðu læst hann inni í heimagerðu búri þar sem hundurinn hafði hírst undanfarið ár - án nokkurrar hreyfingar. Það var ekki fyrr en nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan gelti hundsins sem aðstæður hans komu í ljós. Það féll svo í skaut dýraverndunarsamtakanna Lower Mainland Humane Society að taka hundinn í fóstur, þar sem Quincy dvelur nú í góðu yfirlæti. Í samtali við Vísi segir starfsmaður samtakana að Quincy spjari sig nokkuð vel þrátt fyrir fyrrnefnda prísund. „Þetta er frábær hundur, eigendurnir áttu hann ekki skilið,“ segir starfsmaðurinn Yuana. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að eigendur hundsins hafi ekki viljað hafa hann innandyra og því ákveðið að geyma hann í búrinu - þrátt fyrir að garður þeirra sé girtur af.Þar að auki hafi það verið hlutverk 12 ára dóttur þeirra að fara út að ganga með hundinn. Stúlkan hafi þó áttað sig fljótt á því að Quincy væri of kraftmikill fyrir hana og því hafi hún að endingu hætt að viðra hundinn. Þá tók við 12 mánaða einangrun í búrinu, þangað sem eigendurnir komu aðeins til að gefa hundinum að borða. Í myndbandinu hér að ofan, sem Yuana tók þegar hún sótti Quincy, má enda sjá hvað hundurinn er spenntur að fá einhvern félagsskap. „Hann var svo leiður og einmana,“ segir Yuana. Hún leitar nú að nýjum eigendum fyrir hundinn sem eru tilbúnir til að fara út að ganga með hann reglulega - „og lofa því að loka hann aldrei aftur í búri.“ Hann hafi lítil samskipti haft við önnur dýr og menn og því þurfi að þjálfa hann vel. Þrátt fyrir það segir Yuana að hundurinn sé gæðablóð; einfaldur í umgengni, blíður og gæfur. Hér að neðan má sjá myndbönd af því þegar Quincy hitti aðra hunda sem dýraverndunarsamtökin hafa bjargað á síðustu vikum.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira