Stjarnan þarf góð úrslit í kvöld til að eiga séns í einvíginu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:30 Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira