Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:43 Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. Vísir/getty Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði. Dýr Kenía Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði.
Dýr Kenía Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent