Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki á strik á Opna skoska meistaramótinu í golfi en leikið er í Aberdeen í Skotlandi.
Þetta byrjaði ekki vel hjá Valdísi því strax á annarri holu fékk hún skolla og einni holu síðar fékk hún tvöfaldan skolla.
Hún var því komin á þrjú högg yfir pari eftir þrjár holur en náði aðeins að minnka sársaukann er hún fékk fugl á fimmtu holu vallarins.
Sjá einnig:Afleitur fyrsti hringur hjá Ólafíu
Það var þó aðeins í stutta stund því tveimur holum síðar fékk hún skolla. Hún fékk svo einn skolla í viðbót og einn fugl en restina var hún á pari.
Hún endaði því á þremur höggum yfir pari og er í 102. sæti. Hún er því þremur höggar ofar en Ólafía Þorunn Kristinsdóttir sem lék á plús sex í dag.
Valdís náði sér heldur ekki á strik

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn







„Holan var of djúp“
Körfubolti