Af mörgum er hann helst þekktur sem einn af forsprökkum reggísveitarinnar Ojba Rasta, en raftónlist hans sem Kraftgalli og undir eigin nafni hefur einnig vakið athygli.
Arnljótur er einnig meðlimur í hljómsveitinni Konsulat sem gefur út nýju plötuna Kolaport bráðlega. Útgáfutónleikar nýju plötunnar verða haldnir í Mengi 9. ágúst næstkomandi.
Hann þeytir iðulega skífum undir nafninu Krystal Carma og er þar að auki menntaður myndlistarmaður og mikill áhugamaður um orðaleiklistina og skák.
Lagalistinn fer um víðan völl en helmingur hans er íslenskur, og á honum má meðal annars finna lag með einu af óþekktari verkefnum Jóhanns Jóhannssonar, Evil Madness.