Toddi tekur Fylki í gegn: Eins og appelsínugular keilur sem bara standa þarna Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 09:30 Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30
Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47