Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 14:15 Una Jónsdóttir er hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. ÍLS Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00