Vantar karla í ráð borgarinnar til að jafnréttislögum sé framfylgt Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Fimmtán konur voru kosnar til setu í borgarstjórn í maí VISIR/STÖÐ2 Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03