Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 16:30 Angela Merkel lætur orð Bandaríkjaforseta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57