Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:02 Er ekki kominn tími til að tengja? Vísir/Getty Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu. Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu.
Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21